Færsluflokkur: Bloggar

Stutt kynning.

Góðan og blessaðan daginn og sælt veri fólkið.

Gosið heiti ég, og ætla mér að halda úti þessari bloggsíðu næstu tvo til þrjá mánuðina eða svo.  Jafnvel lengur, ef mér líkar vel.

Í þessa tvo til þrjá mánuði verður þetta blogg hýsill fyrir ákveðinn áfanga sem ég er í, VMM, í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.

Svo, eins og áður segir, ef mér líkar vel, þá gæti ég alveg ímyndað mér að halda síðunni uppi sem mínu persónulega bloggi.

En þangað til, VMM 103.

Áfanginn ber heitir Vefsíðugerð, og gengur hann aðallega út á það.  Sem hluti af fyrsta verkefni mínu átti ég að setja upp þessa bloggsíðu, og "fikta aðeins í tækninni".
Seinna meir verður svo farið í alvöru vefsíðugerð.

En VMM er ekki einungis Vefsíðugerð, heldur komum við líka til með að grúska í stuttmyndagerð, og á lokaverkefni áfangans einmitt að vera sett upp sem stuttmynd.

Stutt kynning á mér sjálfum:
-Trommari í tveimur hljómsveitum, Black Caribs Kuru og Lúpínu.  Hef trommað í u.þ.b. 6 ár.
-Áhuga-kvikmyndagerðarmaður, hef verið að leika mér að stuttmyndagerð frá unga aldri.. Hver hefur ekki gert það?
-Áhugamaður um allt skemmtilegt. 

 En nóg komið af skrifum, sérstaklega er vakna þarf fyrir verklegt ökupróf næsta morgun.

Góða nótt, grimma veröld.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband